Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Frábært golf í Korpubikarnum - Heiðrún og Kristófer sigurvegarar
Heiðrún og Kristófer fögnuðu sigri í Korpubikarnum. Mynd/golf.is
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 21. júlí 2025 kl. 15:36

Frábært golf í Korpubikarnum - Heiðrún og Kristófer sigurvegarar

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og Kristófer Karl Karlsson úr GM stóðu uppi sem sigurvegarar í Korpubikarnum sem fram fór á samnefndum golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur um síðustu helgi en leiknar voru 54 holur.

Þetta var fjórða mótið í röð sem Heiðrún sigrar á í sumar eða í öllum sem hún hefur tekið þátt í. Hún setti mótsmet á Korpunni og var ellefu undir pari og lék frábært golf. Heiðrún fékk fimmtán fugla á 54 holum og tapaði einungis fjórum höggum.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð önnur en hún lék besta golf mótsins á einum hring í lokaumferðinni, fór hringinn á 63 höggum, níu undir pari. Þriðja varð Auður Bergrún Snorradóttir en hún lék líka sitt besta golf í sumar og endaði á -2 eftir lokahring upp á 67 högg.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þetta var fyrsti sigur Mosfellsingsins Kristófers Karls Karlssonar en hann varð klúbbmeistari GM fyrr í sumar. Hann var í toppbaráttunni fyrstu tvo dagana en skaust svo framúr efstu mönnum, lék lokahringinn á 63 höggum eða 8 undir pari og 17 undir pari í heildina. Kristófer setti niður flott pútt á lokaflötinni og tryggði sér sigur. Tómas Eiríksson Hjaltesteð úr GR endaði höggi á eftir en hann hafði sett vallarmet á öðrum hring upp á 62 högg. Tómas endaði í þriðja sinn í þriðja sæti í sumar en hann er lang efstur á stigalistanum. Þriðji í karlaflokki var Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR.

Stærsta mót ársins, Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hvaleyrarvelli 8.-10. ágúst nk.

Lokastaðan.

Stigalisti karla.

Stigalisti kvenna.