Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Frábærlega heppnað golfmót Seinni níu í Grindavík
Hluti sigurvegara ásamt stjórnendum Seinni niu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 27. júlí 2025 kl. 08:16

Frábærlega heppnað golfmót Seinni níu í Grindavík

„Það eru komnir um 70 þættir hjá okkur og nokkuð ljóst að Seinni níu er komið til að vera,“ segir Logi Bergmann, annar stjórnenda hlaðvarpsþáttsins Seinni níu. Hann og Grindvíkingurinn Jón Júlíus Karlsson byrjuðu með þáttinn fyrir Masters-mótið í fyrra og þar sem kylfingar eru með endalausar sögur golfi, er nægur efniviður fyrir hendi og allar líkur á að kylfingar geti haldið áfram að njóta.

Félagarnir voru himinlifandi hvernig tókst til í fyrsta golfmóti Seinni níu.

„Þetta var magnað, það leit alls ekki vel út varðandi veðrið en um leið og fyrstu kúlurnar voru slegnar rifu veðurguðirnir utan af sér yfir Húsatóftavelli en yfir Reykjanesbæ og jafnvel yfir Grindavík, var dekkra yfir. Við lékum í blíðu allan tímann og einungis nokkrum mínútum eftir lokapúttin gátu veðurguðirnir ekki haldið lengur í sér og helltu úr eins og fötu!

Örninn 2025
Örninn 2025

Ég held að þetta mót sé komið til að vera og hver veit nema við höldum áfram hér í Grindavík, það voru hæg heimantökin hjá heimamanninum Jóni Júlíusi og Helgi Dan tók okkur afskaplega vel. Kylfingar voru mjög ánægðir með Húsatóftavöll og var ekki annað að sjá en allir færu glaðir heim. Seinni níu er komið til að vera og Seinni níu invitational mun vonandi líka festa sig í sessi,“ sagði Logi að lokum.

Seinni níu invitational var liðamót og var betri bolti leikinn og sáust inn á milli frábær skor. Róbert Már Reynisson & Bergþóra Sigurðardóttir, og Tómas Þór Þórðarson & Sigríður Andersen, voru efst og jöfn á 49 punktum. Einum punkti á eftir voru tvö lið, Kári Haraldur Sölmundarson & Róbert Rúnarsson, og hjónin Sigurpáll Jóhannsson og Halla Svansdóttir.

Veitt voru flott verðlaun fyrir að vera næstur holu á öllum par-3 holum vallarins og síðast en ekki síst voru nánast allir aðrir dregnir úr skorkortum og leystir út með flottum gjöfum.

Frábært mót í alla staði og er vonandi búið að festa sig í sessi.

Þau sem hafa mætt í settið í Seinni níu hjá Loga og Jóni Júlíusi.