Finnland er komið á PGA kortið
Finnland er komið á blað í golfheiminum og Sami Välimäki skrifaði nýjan kafla í golfsögu landsins með því að vera fyrsti Finninn til að vinna á PGA mótaröðinni. Hann fagnaði sigri á The RSM Classic mótinu á Sea Island í Bandaríkjunum um helgina þegar hann lék lokahringinn á 66 höggum, fjórum undir pari, 23 undir pari alls og tryggði sér sigurinn með einum höggi.
Välimäki hélt ró sinni í lokahringnum í erfiðum aðstæðum en mikill vindur var á lokadeginum.
Sigurinn tryggir honum tveggja ára keppnisrétt á PGA mótaröðinni, auk þess að opna dyrnar að fyrstu tveimur stórmótum ársins 2026 – svokölluðum Signature mótum. Hann endaði tímabilið í 51. sæti FedExCup-stigalistans. Sigurinn er besti árangur Välimäkis á ferlinum og markar tímamót í sögu finnsks golfíþróttar – og kannski byrjunin á einhverju enn stærra.
Það hafa verið óvæntir sigurvegarar síðustu vikurnar á PGA mótaröðinni, minni nöfn hafa stokkið fram og nýtt tækifærin þegar stærri nöfnin hafa setið heima.
„Þetta hefur verið löng og erfið leið,“ sagði Finninn eftir sigurinn.
„Ég spilaði ágætlega allt árið en fann taktinn seint – en að klára tímabilið svona er ótrúleg tilfinning.“


