Fanzone á meðal nýjunga sem Golfklúbburinn Keilir bauð upp á nýafstöðnu Íslandsmóti
„Segja má að undirbúningur okkar hafi hafist fyrir tíu árum, þá hófust breytingar á vellinum og var gaman að geta skartað þeim hér á Íslandsmótinu,“ Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði. Íslandsmótinu í höggleik lauk á sunnudaginn og voru allir sammála um að einstaklega vel hafi tekist upp.
Meðal nýjunga var „fanzone“ og mæltist það mjög vel fyrir og sló í raun í gegn. Það var unglingaráð Golfklúbbs Keilis sem sá um veitingasöluna og var rætt við Kareni Lárusdóttur í unglingaráðinu.