Fréttir

Fannar Ingi og Inga Dóra klúbbmeistarar GHG 2022
Fannar Ingi Steingrímsson og Inga Dóra Konráðsdóttir. Ljósmynd: GHG
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
fimmtudaginn 21. júlí 2022 kl. 14:29

Fannar Ingi og Inga Dóra klúbbmeistarar GHG 2022

Fannar Ingi Steingrímsson og Inga Dóra Konráðsdóttir eru klúbbmeistarar GHG 2022.

Fannar Ingi lék hringina fjóra á 288 höggum (72-68-72-76) eða samtals á pari Gufudalsvallar, 18 höggum betur en Þorsteinn Ingi Ómarsson. Bjartmar Halldórsson varð þriðji, sjö höggum á eftir Þorsteini Inga.

Inga Dóra lék hringina fjóra á 390 höggum (99-92-99-100) eða samtals á 102 höggum yfir pari vallarins. Soffía Theodórsdóttir hafnaði í öðru sæti, 18 höggum á eftir Soffíu og Þuríður Gísladóttir varð þriðja, 11 höggum á eftir Soffíu. Þess má geta að engin kvennana lék í meistaraflokki. Allar léku þær í 1. flokki, Inga Dóra er með 23,4 í forgjöf.

Lokastaðan á mótinu