Eyjólfur Kristjáns mætir alltaf á Volcano og tekur Nínu alltaf á lokahófinu
Popparinn Eyjólfur Kristjánsson er mikill Eyjamaður í sér þó svo að hann sé ekki ættaður þaðan. Síðan hann hóf sína golfiðkun fyrir rúmum tuttugu árum hefur golfvöllurinn í Vestmannaeyjum verið í uppáhaldi og hefur hann verið meðlimur í Golfklúbbi Vestmannaeyja undanfarin ár. Eyjólfur er fastagestur á Icelandair Volcano open golfmótinu sem alltaf fer fram á Goslokahelginni og að sjálfsögðu tekur hann gítarinn með sér á lokahófið. Ef hann tekur ekki lagið um Nínu á hann á hættu að vera vísað úr partýinu!
Kylfingur tók Eyjólf tali að loknum fyrri keppnisdegi í blíðunni í Vestmannaeyjum í gær.