Fréttir

Evrópumótaröð kvenna og Áskorendamótaröðin í Frakklandi þessa vikuna
Andri Þór er lék vel í síðustu viku og er fyrsti maður á biðlista fyrir mótið í Frakklandi.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 14. september 2021 kl. 08:28

Evrópumótaröð kvenna og Áskorendamótaröðin í Frakklandi þessa vikuna

Áskorendamótaröðin stoppar í Frakklandi þessa vikuna þegar Hopps Open de Provence mótið fer fram í Mallemort.

Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson eru allir inni í mótinu eins og staðan er núna en Andri Þór Björnsson er fyrsti maður á biðlista og verður að teljast frekar líklegt að hann fái sæti á mótinu sem hefst á fimmtudaginn.

Evrópumótaröð kvenna er einnig í Frakklandi þessa viku þar sem Lacoste Ladies Open de France mótið fer fram á Golf du Medoc - Chateaux Course. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er á meðal þátttakenda í mótinu sem hefst á fimmtudag en lýkur á laugardag.

Það er að miklu að keppa fyrir íslensku kylfingana nú þegar fer að líða að lokum keppnistímabilsins. Leika vel á síðustu mótunum og styrkja stöðu sína á stigalistum mótaraðanna til tryggja sæti sitt fyrir næsta ár.