Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari karla
Hulda Clara og Guðrún Brá leika þriggja holu bráðabana
Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er Íslandsmeistari karla í höggleik en hann vann eftir æsispennandi keppni. Axel Bóasson leiddi alla þrjá dagana og með tveimur höggum fyrir lokadaginn en náði sér ekki nógu vel á strik, lék á +3. Aron Snær Júlíusson úr GKG blandaði sér líka í baráttuna um titilinn með góðri spilamennsku á fyrri níu holunum á lokahringnum en Dagbjartur var öryggið uppmálað og ék á parinu og vann með einu höggi. Axel var nálægt því að jafna hann með þriggja metra pútti sem endaði rétt við holu á lokabrautinni. Skemmtileg barátta og fyrsti titill Dagbjartar.
1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 283 högg (67-71-73-72) (-5)
2. Axel Bóasson, GK 284 högg (67-70-72-75) (-4)
T3. Aron Snær Júlíusson, GKG 286 högg (72-72-69-73) (-2)
T3. Veigar Heiðarsson, GA 286 högg (69-73-74-70) (-2)