Fréttir

Dagbjartur fór holu í höggi á EM landsliða
Dagbjartur sæll og glaður eftir draumahöggiðl
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 14. júlí 2023 kl. 15:49

Dagbjartur fór holu í höggi á EM landsliða

„Þegar ég sá boltann í loftinu þá fannst mér hann mjög liklegur að fara í holu,“ segir Dagbjartur Sigurbrandsson, landsliðs kylfingur en hann fór holu í höggi á 16. braut á Green Resort Hrubá Borša golfvellinum á Evrópumóti landsliða í Slóvakíu.

„Höggið var 130m og ég sló þéttar 46 gráður (fleygjárn) með örlitlu „dragi“ (draw). Boltinn lenti um tvo metra fyrir aftan stöngina og rúllaði svo til baka ofan í holu, eins og þetta væri pútt,“ segir Dagbjartur sem vann sína viðureign í holukeppninni á lokabrautinni þar sem hann fékk fugl. Ísland tapaði viðureigninni 2-3 gegn Tyrkjum.

Þetta var fimmta draumahögg Dagbjartar.