Fréttir

Brooke Henderson með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn
Brooke Henderson. Ljósmynd: abbeyfealegolfclub.com
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 24. júlí 2022 kl. 06:12

Brooke Henderson með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn

Brooke Henderson frá Kanada, sem sigrað hefur 11 sinnum á LPGA mótaröðinni, er á 17 höggum undir pari og með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á hina Suður-Kóresku, So Yeon Ryu á Evian meistaramótinu, fjórða af fimm risamótum ársins, eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 68 höggum eða á 3 höggum undir pari Evian Resort í Frakklandi.

Nelly Korda frá Bandaríkjunum, sem var í öðru sæti fyrir þriðja hring, fataðist flugið á hringnum en hún lék hann á pari og er sex höggum á eftir Henderson rétt eins og hin Suður-Kóreska, Jin Young Ko, sem leitt hefur heimslistann síðan í mars á þessu ári.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Staðan á mótinu

Lokahringurinn er hafinn en síðustu ráshópar fara út milli tíu og ellefu fyrir hádegi í dag á íslenskum tíma.