Fréttir

Broberg leiðir á Opna hollenska
Broberg er efstur í Hollandi.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 18. september 2021 kl. 09:46

Broberg leiðir á Opna hollenska

Á Evrópumótaröðinni er leikið á Opna hollenska mótinu þessa vikuna.

Kristoffer Broberg frá Svíþjóð er efstur eftir tvo hringi á 12 höggum undir pari.

Thomas Detry og Marcus Helligkilde koma næstir einu höggi á eftir. Frábær frammistaða hjá Helligkilde sem hefur að mestu leikið á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili og spennandi að sjá hvort hann nær að halda sér í toppbaráttunni.

Kristoffer Broberg hefur aðeins einu sinni náð að sigra á mótaröðinni á þeim 10 árum sem hann hefur leikið. Það var árið 2015 á BMW Masters í Shanghai í Kína.

Staðan í mótinu