Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Bras á Íslendingunum - Haraldur gisti í skáp og rétt komst á teig
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 25. maí 2025 kl. 15:23

Bras á Íslendingunum - Haraldur gisti í skáp og rétt komst á teig

Íslensku kylfingarnir á Áskorendamótaröðinni í Evrópu enduðu í 51. og 61. sæti á Danish Golf Challenge mótinu í Bogense í Danmörku um helgina. Þeir komust inn í mótið á síðustu stundu og náðu hvorugur æfingahring. Þetta var þriðja mót félaganna á þessari keppnistíð og þeir hafa komist í gegnum niðurskurðinn á þeim öllum.

„Þetta var svakalegt mót hjá okkur,“ segir Haraldur í stuttu spjalli við kylfing.is en þeir voru báðir á biðlista til að komast í mótið og það kom ekki í ljós fyrr en rétt fyrir mót að þeir kæmust inn. „Gummi komst á þriðjudegi og hann flaug út á miðvikudagsmorgni. Ég komst inn á miðvikudegi og flaug um kvöldið. Þegar ég lenti seint um kvöld eftir seinkun var bílaleigan lokuð svo ég svaf í einhverjum skáp í Köben aðfaranótt fimmtudags. Vaknaði eldsnemma, sótti mér bíl og keyrði  strax á Fjón og beint á teig. Svona er þetta stundum en við Gummi gerum allt til að komast í mót. Það var auðvitað smá bras að ná ekki upphitun, hvað þá æfingahring og því var gott að ná í gegnum niðurskurðinn. Við hefðum svo auðvitað viljað vera aðeins betri á helginni,“ sagði Haraldur Franklín. 

Guðmundur Ágúst endaði á -2 (73-71-70-72)

Örninn 2025
Örninn 2025

Haraldur Franklín endaði á pari (73-70-71-74).

Hinn bandaríski „íslenski“ Nick Carlsson endaði í 42. sæti á-3 (73-70-71-71).

Gistingin hjá Haraldi í Köben, nóttina fyrir fyrsta keppnisdag var „skápur“ eins og hann lýsir því.