Bráðabani um Players titilinn
Rory McIlroy og J.J. Spaun leika þriggja holu bráðabana um sigurinn á Players mótinu, oft nefnt fimmta risamótið, á hádegi á mánudag. Spaun átti tíu metra pútt á síðustu flötinni en boltinn stöðvaðist nokkra sentimetra frá holubarminum.
Keppnin var æsispennandi á lokadeginum. Rory vann upp forskot sem Spaun hafði en hefði getað gert betur á síðustu fimm brautunum. Spaun hins vegar vann upp forskot sem Rory var kominn með, með því að fá fugla á 15. og 16. braut.
Sigur í mótinu skiptir gríðarmiklu máli fyrir J.J. Spaun sem mun með sigri öðlast fimm ára þátttökurétt í öllum stærstu mótunum og á PGA mótaröðinni. Rory vill vinna sinn annan Players titil.
Rory þurfti að setja niður erfitt pútt á síðustu flötinni sem hann og gerði.
4 feet for the clubhouse lead ... 😅 pic.twitter.com/izZzEVmlw6
Spaun var nálægt því að tryggja sér sigur á 18. flötinni þegar boltinn stoppaði rétt við holu.
More golf awaits tomorrow.@JJSpaun’s birdie putt on the 72nd hole comes out just short to force a playoff at @THEPLAYERS. pic.twitter.com/50rTalDgL6