Bjarki og Lana Sif klúbbmeistarar í Borgarnesi
Golfklúbbur Borgarness hélt meistaramót sitt dagana 9-12. júlí og þótti mótið takast mjög vel. Þau Bjarki Pétursson og Lana Sif Harley eru klúbbmeistarar Borgarness árið 2025.
Sigur Bjarka var öruggur, hann spilaði á 26 höggum færri höggum en næsti maður og þaðan voru önnur sex högg á þá sem enduðu jafnir í 3-4. sæti.
Sigur Lönu var líka öruggur, hún lék 21 höggum betur en sú sem lenti í öðru sæti og 37 höggum betur en sú sem lenti í þriðja sæti.