Heimsferðir
Heimsferðir

Fréttir

Andri Þór hafnaði í 46.-50. sæti í Tékklandi
Andri Þór Björnsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 20. júní 2022 kl. 16:14

Andri Þór hafnaði í 46.-50. sæti í Tékklandi

Andri Þór Björnsson úr GR hafnaði í 46.-50. sæti á Kaskáda Golf Challenge á Áskorendamótaröðinni en leikið var í Tékklandi.

Andri Þór, sem var á 2 höggum undir pari eftir þrjá hringi, lék lokahringinn í gær á 73 höggum eða á 2 höggum yfir pari. Hann var því samtals á pari á hringjunum fjórum.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Andri sagði í samtali við kylfing.is að hann hafi ekki leikið sérlega vel.

„Ég var ekki að slá alveg eins og ég vildi og þurfti þar af leiðandi að bjarga mér oft úr veseni, sem ég gerði nokkuð vel. Ég nýtti þau færi sem gáfust ágætlega en oftar en ekki átti ég alltof löng pútt eftir fyrir fuglinum.“ Hann sagðist þá hafa verið að spila fínt golf undanfarið og vonast til að koma því á enn betri stað fyrir mótið í Frakklandi.

Það var hinn danski Martin Simonsen sem stóð uppui sem sigurvegari á 20 höggum undir pari.

Lokastaðan á mótinu

Bjarki Pétursson úr GKG sem lék vel á fyrsta hring náði ekki að fylgja því eftir og var samtals á 7 höggum yfir pari á hringjunum fjórum. Bjarki hafnaði í 72.-73. sæti á mótinu. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG komust ekki í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni.

Næsta mót á Áskorendamótaröðinni, Blot Open de Bretagne, hefst 23. júní í Frakklandi. Þeir Andri Þór og Guðmundur Ágúst verða fulltrúar okkar á mótinu. Haraldur Franklín og Bjarki sitja hjá.

Skorkort Andra Þórs

Skorkort Bjarka