Örninn 2023
Örninn 2023

Fréttir

Andri Þór á 2 höggum undir pari eftir þrjá hringi í Tékklandi
Andri Þór Björnsson. Ljósmynd: golfsupport.nl/Richard Martin-Roberts
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
laugardaginn 18. júní 2022 kl. 14:02

Andri Þór á 2 höggum undir pari eftir þrjá hringi í Tékklandi

Bjarki á 2 höggum yfir pari

Þeir Andri Þór Björnsson úr GR og Bjarki Pétursson úr GKG komust í gegnum niðurskurðinn á Kaskáda Golf Challenge á Áskorendamótaröðinni en mótið er frumraun þeirra á keppnistímabili mótaraðarinnar. Þeir voru á 1 höggi undir pari eftir fyrstu tvo hringina en niðurskurður miðaðist við einmitt við 1 högg undir par. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG komust ekki áfram í þetta skiptið.

Þeir Andri Þór og Bjarki luku leik á þriðja hring í dag. Andri Þór kom í hús á 1 höggi undir pari og er samtals á 2 höggum undir pari. Hann situr eins og er í 46.-55. sæti. Bjarki kom í hús á 3 höggum yfir pari og er samtals á 2 höggum yfir pari að loknum þremur hringjum og situr í 68.-70. sæti eftir þrjá hringi.

Það eru þeir Victor Riu frá Frakklandi, Þjóðverjinn Freddy Schott og Martin Simonsen frá Danmörku sem leiða mótið fyrir lokahringinn á 16 höggum undir pari, tveimur höggum á undan næstu mönnum.

Staðan á mótinu

Andri Þór fékk fjóra fugla og þrjá skolla en Bjarki tvo fugla og fimm skolla á hringnum. Andri Þór á rástíma á lokahringnum rétt fyrir hálfsjö í fyrramálið á íslenskum tíma en Bjarki rétt fyrir hálfátta.

Skorkort Andra Þórs 

Skorkort Bjarka