Andrea í 12. sæti - Ragga komst ekki áfram
Andrea Bergsdóttir lék vel á Islantilla Open mótinu á Spáni á LET Access mótaröðinni í lok síðustu viku. Hún endaði í 12. sæti en Ragnhildur Kristinsdóttir var „köld“ eftir tvö frábær mót á undan og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Andrea lék á +3 (73-73-75) á Islantilla vellinum en golfsvæðið hefur verið eitt vinsælasta golfsvæði Íslendinga í áratugi. Ragga lék á +8 (76-75).
Ragnhildur er í 4. sæti stigalistans með 1.021 stig en Andrea Bergsdóttir er í 13. sæti með 641,5 stig. Fimm efstu í lok keppnistíðar vinna sér þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni, sem er sterkasta deildin í Evrópu.