Fréttir

Allir Íslendingarnir í góðum séns á að komast á lokaúrtökumótið
Haraldur átti frábærar seinni níu holur á þriðja hring sem hann lék á sex undir pari.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 1. nóvember 2025 kl. 16:03

Allir Íslendingarnir í góðum séns á að komast á lokaúrtökumótið

Íslensku kylfingarnir þrír á öðru stigi úrtökumótanna fyrir DP World mótaröðina léku vel á þriðja hring af fjórum og eiga allir möguleika á að komast áfram á lokamótið. Það verður gríðarleg spenna í lokahringnum hjá okkar kylfingum sem þurfa góðan lokahring til að komast í efstu 24 sætin og tryggja sér þátttökurétt á lokaúrtökumótinu. 

Eftir tvo daga er Dagbjartur í bestu málunum af þeim þremur, jafn í 21. sæti en 24 efstu kylfingarnir komast á lokastigið. Keppt er á fjórum völlum á Spáni.

Dagbjartur er í hörku séns á að tryggja sig á lokamótið en hann var á einu höggi undir pari á þriðja hringnum, hann byrjaði á tíundu holu og var einn yfir á fyrri níu en þær seinni á tveimur undir par. Áfram gott og stöðugt golf hjá Íslandsmeistaranum sem er höggi frá topp 24.

Mjög góð frammistaða hjá Dabba sem er að keppa í fyrsta sinn á úrtökumótunum fyrir DP.l

Staðan hjá Dagbjarti.

Haraldur Franklín sýndi allar sínar bestu hliðar í þriðja hringnum, sérstaklega á seinni níu holunum hans (byrjaði á 10. holu). Hann var einn yfir pari eftir níu holur en lék næstu níu holur á sex undir pari, 29 höggum og endaði hringinn á 66 höggum, fimm undir pari. Haddi vann sig upp listann og er jafn í 33. sæti fyrir lokahringinn. Hann var einn yfir í öðrum hring en lék fyrsta hringinn á -2. Er því á -6 eftir 54 holur af 72 og er tvö högg frá topp 24.

Staðan hjá Haraldi.

Guðmundur Ágúst átti góðan þriðja hring. Byrjaði á tíundu og fékk þrjá fugla og tvo skolla. Tveir fuglar á seinni níu holunum skiluðu hring upp á -3. Guðmundur með annan hringinn í röð mjög góðan eftir erfiðan fyrsta hring. Er á þremur undir í heildina en er tveimur höggum frá öruggu sæti.

Staðan hjá Guðmundi.