Örninn útsala 25
Örninn útsala 25

Fréttir

„Mest spennandi golfferð sem ég hef sett saman“ - segir Peter Salmon
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 23. október 2023 kl. 17:38

„Mest spennandi golfferð sem ég hef sett saman“ - segir Peter Salmon

„Þessi ferð er líklega sú mest spennandi og skemmtilegasta sem ég hef sett saman á þrjátíu ára ferli mínum sem ferðaþjónustuaðili. Blanda af siglingu, geggjaðri gistingu og mögnuðu golfi,“ segir Peter Salmon en nýlega bauð hann upp á nýja golfferð til Sameinuðu arabísku furstadæmanna á tveimur dagsetingum í ársbyrjun 2024 og seldust þær upp áður en þær voru auglýstar.

„Ég fór sjálfur í þessa Dubai siglingu fyrr á þessu ári ásamt viðbótar gistingu og golfi í Dubai og Ras Al Khaimah en það er eitt besta hótel sem ég hef gist á. Við erum að tala hér um alvöru golf ævintýri,“ segir Peter.

Um er að ræða tveggja vikna ferðir, annars vegar 23. janúar til 6. febrúar og hins vegar 6.-20. febrúar. Flogið er til London og þaðan til Dubai þar sem gist er í fjórar næturnar og leikið á flottum golfvöllum, m.a. hinum þekkta Montgomerie Golf Club Dubai. Farþegar fara síðan til skips sem er Costa Toscana en það er flaggskip skipafélagsins Costa

Það siglir til Abu Dhabi þar sem leikið er golf og daginn eftir er ferðinni heitið til Doha í Katar og leiknar 9 holu næturgolf á flóðlýstum Academy vellinum á Doha Golf Club. Eftir viku á skemmtiferðaskipinu er gist í 3 nætur á Waldorf Astoria hótelinu og golf leikið á Al Hamra. (Ítarlegri dagskrá má sjá hér.)

„Það sem er einstakt við þessa ferð er blöndun á hefðbundinni golfferð til þessa einstöku staða og vikusigling í glæsilegu skemmtiferðaskipi og leikið golf þegar skipið er í höfn. Þetta eru allt frábærir golfvellir og hótel og mikil upplifun,“ segir Peter Salmon.

Þess má geta að þetta eru ekki einu golfferðirnar þar sem skemmtiferðaskip er hluti ferðamátans. Þrjá golfsiglingar eru í boði vorið 2024. Fararstjóri í þessum ferðum er Keflvíkingurinn Jón Þór Gylfason.

Áætluð dagskrá í báðum ferðum: (með fyrirvara um breytingar)

Dagur 1: Flogið til London, Heathrow með Icelandair kl.16.20 - koma kl. 19.30 svo flogið til Dubai með Emirates kl. 22.00

Dagur 2: Koma til Dubai kl. 08.45 og keyrt til Hilton Palm Hotel þar sem hópurinn gistir næstu 3 nætur. Hilton Palm er staðsett á einum skemmtilegasta stað í Dubai, fyrir utan hótelið er löng göngugata við ströndina sem sérstaklega gaman er að ganga um á kvöldin með mikið af börum og veitingastöðum beggja megin við. Við munum reyna að fá herbergi okkar sem fyrst eftir komu en annars er þessi dagur í hvíld eftir flugið og e.t.v. skoða bæinn.

https://www.hilton.com/.../dxbpjhi-hilton-dubai-palm.../...

Dagur 3: Rástímar frá kl. 08.30 á Arabian Ranches golf c.a 20 min. asktur frá hótelinu: https://www.arabianranchesgolfclub.com/

ATH að allt golf í Dubai og Ras Al Khaimah er bókað snemma dags vegna mikils hita seinni part dags og í Dubai til að forðast umferð.

Dagur 4: Rástimar frá kl. 08.28 á Dubai Hills c.a. 20 min. akstur frá hótelinu: https://www.dubaihillsgolfclub.com/

Dagur 5: Rástímar frá kl. 08.20 á Montgomerie Golf Club c.a. 15 min. akstur frá hotelinu: https://www.montgomeriegolfclubdubai.com/

Eftir golfið og hádegisverð í klubbhúsinu er ekið beint að höfninni og umborð í skipið Costa Toscana sem er flagskip Costa byggt 2021.https://www.costacruises.eu/fleet/toscana.html

Dagur 6: Frídagur um borð eða endulausir möguleikar á skoðunar og eða verslunarferðum í Dubai. Skipið siglir til Abu Dhabi kl. 23.59.

Dagur 7: Komið til Abu Dhabi kl. 09.00, kl.09.45 ekið til Saadiyat Beah Golf Club (c.a. 15 min.). Rástmar frá 11.00:https://saadiyatisland.ae/experience/saadiyat-beach-golf-club/

Skipið siglir til Doha, Katar kl.23.59

Dagur 8: Komið til Doha kl. 14.00 og spilaðar 9 holur nætur golf c.a. kl.17.00 á fljóðlýstum Academy vellinum á Doha Golf Club c.a 30 min. akstur frá höfnin:

https://www.dohagolfclub.com/academy Skipið siglir frá höfn Doha kl. 22.00

Dagur 9: Á sjó.

 Dagur 10: Komið er til Muscat, Oman kl. 07.00. og kl 07.45 er ekið til Al Mouji Golf Club (c.a. 30 min. akstur). Rástímar eru frá kl. 09.00:https://almoujgolf.com/

Skipið siglir frá Muscat kl.17.00

 Dagur 11: Komið er til Dubai kl.13.00 og kl. 14.00 er ekið til Emirates Faldo Golf (c.a. 30 min. akstur). 18 holur dag/nætur golf frá kl.16.05: http://nickfaldodesign.com/.../emirates-club-faldo-course/ Gist síðastu nóttina um borð í Costa Toscana.

 Dagur 12: c.a. kl.10.00 er ekið til Ras Al Khaimah sem er um 1.5 klst. akstur frá Dubai og gist í 3 nætur á Waldorf Astoria Hotel: https://www.hilton.com/.../rktwawa-waldorf-astoria.../...

Al Hamra golfvöllurinn er um 1 min. skutl í golfbíl frá hótelinu enn spilaðar eru 9 holur nætur golf kl.17.30 þennan dag og kvöldverður er í klúbhúsinu eftir golfið.

https://www.alhamragolf.com/

 Dagur 13: Golf á Al Hamra frá kl. 08.30

 Dagur 14: Golf á Al Hamra frá kl. 08.30

 Dagur 15: Brottför frá hótelinu c.a. 08.00 fyrir Emirates flug til London, Heathrow frá Dubai kl.12.10 lent kl.16.40. Flug heim til Íslands með Icelandair er kl. 20.40 lent í Kef. kl.23.55.