Kylfingur dagsins

Laumufarþegi á tí-inu
Lilja ásamt hinni einu sönnu Annika Sörenstam á PGA sýningu í Orlando árið 2014.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 3. maí 2024 kl. 07:00

Laumufarþegi á tí-inu

Lilja Viðarsdóttir er kylfingur dagsins, fædd og uppalin í Reykjavík, n.t. í Vogahverfi og svo í Fossvoginum. Hún kynntist unaðssemdum golfíþróttarinnar ung að árum í gegnum foreldra sína en byrjaði síðan ekki sjálf fyrr en seinna, hætti svo en byrjaði aftur eftir að hún gaf eiginmanninum golfsett og hjónakornin helltu sér á bólakaf í golfið.Lilja starfaði lengstum hjá Útflutningsráði Íslands, m.a. við kynningarmál, vef- og ritstjórn.
Hún er farin að minnka við sig vinnuna og markmiðið að lækka forgjöfina.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Tók ákvörðun eftir að eiginmaðurinn hafði fengið golfsett að gjöf og gaf honum nokkra tíma í kennslu hjá John Nolan. Keypti mér síðan golfsett og við hjónin fórum saman í kennslu haustið 2003. 

Helstu afrek í golfinu?


Þegar ég skráði mig í Meistaramótið hjá GR í júlí 2020, eiginlega til að drífa mig út á golfvöll því ég hafði leikið mjög lítið árin á undan. Það var góð ákvörðun því ég landaði öðru sæti í mínum flokki.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Enginn skandall svo ég muni. Mögulega samt á Spáni nýverið þegar ég hafði slegið teighögg og var bara að fylgjast með hinum klára sín högg þegar ég fæ svakalegan sting í fingurinn. Þarna hafði greinilega laumufarþegi verið á tí-inu mínu þegar ég hafði tekið það upp, holugeitungur sem skildi eftir broddinn í þokkabót. 

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Þorsteinn Hallgrímsson

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf? 

Nei - en skipti stundum um bolta eða tí ef illa gengur.

Hvað er það sem þú þarft mest að bæta í þínum golfleik?

Stutta spilið

Aldur:

65 ára 

Klúbbur: 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Forgjöf: 

30,5

Uppáhaldsmatur:

Bleikja og líka rauðsprettan hjá KH klúbbhúsinu.

Uppáhaldsdrykkur: 

Vatn og fyrsti kaffibolli dagsins.

Uppáhaldskylfingur: 

Annika Sörenstam, Tommy Fleetwood, Rory McIlroy.

Þrír uppáhaldsgolfvellir:

Grafarholt, Korpúlfsstaðavöllur og La Torre á Spáni. 

Þrjár uppáhaldsgolfbrautir á Íslandi: 

Nr. 7 í Grafarholti, nr. 6 og 7 á Korpu.

Erfiðasta golfholan:

16. og 17. í Grafarholtinu hafa yfirleitt verið mér erfiðar.

Erfiðasta höggið:

Nett innáhögg niður í móti.                            

Ég hlusta á: 

The Beatles, Uriah Heep, Billy Joel, Mannakorn.

Besta skor:

Líklega 44 högg á La Torre sl. haust (9 holur). 

Besti kylfingurinn: 

Tiger Woods.

Golfpokinn

Dræver:

Callaway FT9

Brautartré:
Callaway Big bertha Fushion og Gems

Járn:

Callaway Big bertha light flex

Fleygjárn:

Cobra Big trusty 60° 

Pútter:

Callaway Tour blue TT1

Hanski:

Callaway X-Spann og Tour Authentic

Skór:

Callaway San Clemente

Vinkonugolf árið 2019.

Lilja með Skúla eiginmanni sínum við La Zenia ströndina á Spáni.

Stelpugolf árið 2015.

Lilja með foreldrum sínum á golfvellinum.