Fimmtudagur 22. janúar 2015 kl. 09:35

Vitni með aðra útgáfu af áverkum Robert Allenby

Robert Allenby hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann varð fyrir líkamsárás á Hawaii. Margir lausir endar eru enn í sögu ástralska kylfingsins sem telur að hann hafi verið fórnarlamb mannráns. Það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.

Vitni sem ræddi í gær við fjölmiðla er með aðra hlið á málinu. Þar kemur fram að Allenby hafi verið meðvitundarlaus fyrir utan barinn í tæplega þrjá tíma – og áverkarnir á andliti hans séu eftir fall en ekki barsmíðar.  

Toa Kaili, sem kom að Allenby, segir að hann og vinur hans hafi einfaldlega verið að aðstoða Allenby og þeir hafi ekki verið að berja á kylfingnum og ræna hann.

Hér má sjá myndband með viðtali við Kaili. 

Engar handtökur hafa farið fram í þessu máli og er lögreglan enn að skoða myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum.