Miðvikudagur 24. febrúar 2010 kl. 13:40

Video: Birgir Leifur stefnir aftur á Evrópumótaröðina-Orðin flottust og skemmtilegri en PGA mótaröðin

Birgir Leifur er ný byrjaður að slá aftur eftir þrálát meiðsli í baki undanfarin ár og sló fyrstu höggin fyrir kylfing.is í Básum. Birgir hefur aðeins verið við kennslu þar en hann kemur víða við í spjalli um Evrópumótaröðina við fréttamenn kylfings, Jón Júlíus Karlsson og Pál Ketilsson.

Birgir segir á stefnuskránni að komast í nokkur mót á Evrópumótaröðinni á þessu ári og muni einnig skoða það alvarlega að fara í nokkur Áskorendamót sem hann á þátttökurétt á. Birgir ætlar jafnframt að reyna að fara í úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið sem og fyrir Evrópumótaröðina í haust. Þetta ræðst þó af hvernig honum gangi í endurhæfingu eftir meiðslin.

Aðspurður um gæði Evrópumótaraðarinnar segir hann hana skemmtilegri og betri en PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Vöxtur hennar hefur verið mikill og fjölbreytni valla og aðstæðna geri hana skemmtilegri en PGA þar sem græni spreybrúsinn er notaður. Hvað hann á við með því og fleira áhugavert er að heyra í viðtalinu við Birgi Leif. Við sýnum meðal annars myndir af Birgi í leik á Austuríska mótinu á Evrópumótaröðinni í júní 2007 en þá lenti hann í 11. sæti.

Á myndunum er Birgir í aksjón á Opna Austuríska mótinu og að neðan má sjá hann á tali við Ivor Robson, „þul“ mótaraðarinnar til tuga ára. Kylfingsmyndir/pket.