Miðvikudagur 21. júlí 2010 kl. 15:07

VefTV: Hlynur Geir hefur undirbúið sig vel á Kiðjabergsvelli

Það eru fáir kylfingar sem hafa undirbúið sig jafnvel fyrir Íslandsmótið í höggleik á Kiðjabergsvelli og Hlynur Geir Hjartarson úr Keili. Hlynur, sem býr á Selfossi, hefur farið marga hringi á Kiðjabergsvelli í sumar og þekkir völlinn orðið mjög vel. Skorið hjá honum hefur einnig verið nokkuð jafnt og má búast við að hann blandi sér í toppbaráttuna í mótinu.

Hlynur kemur einnig heitur í mótið en hann vann síðasta mót á Eimskipsmótaröðinni sem leikið var á Urriðavelli í lok júní. Þetta er sá titill sem Hlyni vantar og safnið og ætlar sér stóra hluti um helgina.

Mynd/Kylfingur.is