Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 25. júní 2024 kl. 18:38

Úrslitaviðureignin á Íslandsmótinu í holukeppni karla - sjónvarp

Það var hart barist á Íslandsmótinu í holukeppni karla á Garðavelli á Akranesi dagana 21. til 23. júní. Þetta er næsta stærsta mót ársins og Garðavöllur tók vel á móti okkar bestu kylfingum og var í góðu standi. Til úrslita léku þeir Jóhannes Guðmundsson úr GR og Logi Sigurðsson, úr GS.

Golfsjónvarp kylfings.is fylgdi köppunum eftir í seinni hluta úrslitahringsins og ræddi við sigurvegarann að loknu móti.