Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 20. mars 2020 kl. 10:58

Sjónvarp Kylfings.is: Setbergið á afmælisári og Guðrún Brá og Valdís Þóra

Sjónvarp Kylfings heimsótti einn minnsta golfklúbbinn á höfuðborgarsvæðinu en Golfklúbbur Setbergs fagnaði tuttugu ára afmæli árið 2015. KPMG bikarinn þar sem sem landsliðin, unglinga-, kvenna- og karla léku gegn pressuliðinu fór fram í Grafarholti og við vorum þar með myndavélar á lofti og ræddum við landsliðsþjálfarann. Þetta var efni 3. þáttar árið 2015.

Afrekskylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir frá Akranesi og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Hafnarfirði segja okkur frá bernskubreki í golfi og svara svo fjölbreyttum spurningum. Eins og við var að búast gekk þeim misvel að svara áhugaverðum spurningum Kylfings.is.
Við fórum einnig á stelpudaginn í Leirdalnum og ræðum golfmálin við Huldu Birnu Baldursdóttur, nýútskrifaðs PGA golfkennara.