Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 18. mars 2020 kl. 10:25

Sjónvarp kylfings.is: Kæfan á Strandarvelli og Úlfar á lokadegi Landsmóts

Sjónvarp Kylfings.is gerði sex golfþætti árið 2015. Farið var víða um í íslensku golfi og rætt við kylfinga á Íslandi. Nú ætlum við að rifja þá upp hér næstu sex daga.

Í fyrsta þættinum förum við á Strandarvöll á Hellu, skoðum völlinn og sögu hans og ræðum við hjónin Óskar Pálsson og Katrínu Aðalbjörnsdóttur, sem eru allt í öllu á Strönd. Í nágrenninu er knattspyrnukappinn fyrrverandi, Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson búinn að byggja glæsilegt hótel. Nú er golfferlillinn að hefjast hjá þessum hressa kappa. Við förum í golf með honum og Strandarhjónunum og skoðum í leiðinni nýja hótelið, Stracta hotel.

Við rifjum upp Landsmót í golfi 1991 með Úlfari Jónssyni og skoðum gamlar myndir frá mótinu en þetta var næst síðasti sigur kappans af sex á Íslandsmótinu í höggleik.

Við förum á vippæfingu með einum af eldri kylfingum landsins og fáum svo leiðsögn í vippunum frá áttföldum Íslandsmeistara, Karen Sævarsdóttur.

Þó þættirnir séu að verða fimm ára eru myndgæði í topplagi. Njótið vel.