Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 14:24

Sjónvarp Kylfings: Mikil spenna á lokaholunum

Baráttan um sigurinn í kvennaflokki í Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli stóð á milli þeirra Guðrúnar B. Björgvinsdóttur úr Keili og Heiðu Guðnadóttur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Sjónvarp Kylfings.is fylgdist með lokaholunum hjá þeim þegar spennan náði hámarki.

Guðrún var með forystu eftir fyrsta daginn en Heiða lék best annan daginn og leiddi með höggi fyrir þriðja hringinn. Hún náði hins vegar ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku þar en engu að síður var spennan fram á lokaholuna - þá munaði aðeins tveimur höggum á þeim. Þar urðu Heiðu á dýrkeypt mistök þegar bolti hennar fór í vatnstorfæruna fyrir framan flötina á 18. braut. Guðrún gerði engin mistök og innbyrti 3 högga sigur. Ísak Jasonarson, fréttamaður á kylfingi ræddi við Guðrúnu eftir sigurinn.