Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 14:06

Sjónvarp kylfings: Andri nær ekki að reyna við þrennuna

Reykvíkingurinn Andri Þór Björnsson er heitasti kylfingur landsins þessa dagana en hann sigraði sannfærandi á Símamótinu, öðru móti ársins á Eimskipsmótaröðinni. Mótið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ en þetta var í fyrsta skipti þar sem keppt er þar á Eimskipsmótaröðinni. Andri verður fjarri góðu gamni þegar næsta mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram, Íslandsmótið í holukeppni

Andri Þór gaf tóninn fyrsta daginn þegar hann setti glæsilegt vallarmet á 64 höggum eða 8 undir pari. Andri endaði mótið á 12 höggum undir pari og sigraði með tveimur höggum en Magnús Lárusson sem keppir undir merkjum Golfklúbbsins Jökuls á Ólafsvík er gamall heimamaður í Mosfellsbæ og veitti honum harða keppni. Magnús keppti mikið fyrir nokkrum árum en sýndi að hann hefur engu gleymt - hann vakti athygli þegar hann púttaði með vinstri með góðum árangri en sló höggin með hægri.

Íslandsmeistarinn Þórður Rafn Gissurarson lék best lokadaginn á 1 undir pari og tryggði sér þriðja sætið í mótinu á 7 undir pari, Ragnar Már Garðarsson GKG varð fjórði á mínus 5 og theodór emil karlsson varð fimmti á 3 undir pari.

Andri Þór var að vonum léttur eftir annan sigur ársins, fullt hús hjá kappanum og Ísak Jasonarson, fréttamaður á kylfingi ræddi við sigurvegarann eftir mótið á Hlíðavelli.