Sjónvarp: Er með atvinnumanninn í mér - segir Gísli Sveinbergsson
- sem er spáð sigri á Eimskipsmótaröðinni í sumar
Gísli Sveinbergsson Golfklúbbnum Keili er rísandi stjarni í íslensku golfi en honum er spáð stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi í sumar. Keiliskappinn segir að það sé heiður að vera spáð efsta sætinu en telur að það verði erfitt að ná því þar sem hann muni ekki keppa nema á um helmingi mótanna í sumar. Hann mun keppa á nokkrum mótum erlendis í sumar sem hitti á sömu dagsetningar og mót á Eimskipsmótaröðinni.
Páll Ketilsson ræddi við Gísla og spurði hann út í stöðu mála og sumarið framundan.