Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 21. mars 2020 kl. 11:48

Sjónvarp: Suðurnesjamenn í Englandsgolfi, Kálfatjörn, Setbergsbræður og trillugolf

Það er komið víða við í 4. þætti Sjónvarps Kylfings. Þrír bræður í Golfklúbbi Setbergs fara á kostum og sömuleiðis kylfingar úr Golfklúbbi Suðurnesja á Englandi en þeir hafa farið í golfferðir til Bretlands í aldarfjórðung. Þeir léku á Goodwood golfsvæðinu í Sussex og við skoðum það líka sérstaklega í þættinum.
Þá heimsækjum við Kálfatjarnarvöll á Vatnsleysuströnd sem er með áhugarverðari 9 holu völlum landsins, fáum skoðun Huldu Birnu Baldursdóttur PGA golfkennara á þýðingu golfs fyrir börn og unglinga og hvers vegna hún hafi byrjað í golfi. Við skoðum gamla frétt þegar kylfingur sló boltum úr trillu í Bergvíkinni á Hólmsvelli í Leiru inn á flöt. Þá er nettur kennslupistill frá Karen Sævarsdóttur, áttföldum Íslandsmeistara kvenna.