Föstudagur 27. júlí 2018 kl. 10:21

Rúnar lenti í hremmingum á 18. flötinni

- margir kylfingar lentu í vandræðum í erfiðri holustaðsetningu

Margir kylfingar lentu í vandræðum á 18. flötinni á fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik í Eyjum en holan var á mjög erfiðum stað á þessari lokabraut vallarins sem er par 5. Íslandsmeistarinn í holukeppni, Keilismaðurinn Rúnar Arnórsson var einn margra sem fór illa á flötinni og þurfti fimm högg til að klára holuna.
Félagi hans úr GK, Gísli Sveinbergsson lenti líka í hremmingum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Rúnar við flötina á 18. holu.

Gísli Sveinbergsson lenti líka í vandræðum við 18. flötina.