Rory efstur í Dubai á vellinum þar sem ævintýrið hófst 2009
Á meðan Tiger Woods er í tómu tjóni þá blómstrar Rory McIlroy. Norður-Írinn er efstur þegar keppni er hálfnuð á Omega meistaramótinu í Dubai en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. McIlroy kann vel við sig á Emirates golfvellinum en þar hófst ævintýri hans fyrir alvöru árið 2009 þar sem hann fagnaði sínum fyrsta sigri sem atvinnumaður.
Hann er með eitt högg í forskot eftir að hafa leikið á 64 höggum eða -8 á öðrum hringnum og samtals er hann á -14. Marc Warren frá Skotlandi er annar en hann varð annar í síðustu viku í Katar.
Graeme McDowell, sem er að leika á sínu fyrsta móti á þessu ári, lék á 65 höggum í gær eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 67. Hann er í þriðja sæti á -12 ásamt Seve Benson frá Englandi.
Stephen Gallacher hefur titil að verja á þessu móti en hann lék á 67 höggum í gær og er Skotinn á -11 samtals. Hann deilir því sæti með Danny Willett, Bernd Wiesberger, Lee Westwood og Andy Sullivan.
Staðan á mótinu: