Mánudagur 19. janúar 2015 kl. 09:10

Robert Allenby segir að hann sé heppinn að vera á lífi

Robert Allenby segir í viðtali við Golf Central að hann sé heppinn að vera á lífi eftir að hafa verið rænt af veitingastað á Hawaii þar sem hann var síðan laminn og rændur. Talið er að þeir sem rændu Allenby hafi sett eitthvað efni í drykk hans á veitingastað en hann man lítið eftir því sem gerðist um kvöldið. Hann fór yfir málið í ítarlegu viðtali sem má sjá hér fyrir neðan.

Allenby er sannfærður um að hann hafi verið „skotmark“ hjá þessum aðilum sem stóðu á bak við árásina á Hawaii.  „Ég hélt að þetta væru golfáhugamenn og við ræddum um golf. Ég fór á salernið rétt um kl. 23 þegar loka átti staðnum og ég man síðan ekkert eftir því sem gerðist,“ segir Allenby sem er ástralskur og hefur leikið lengi á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum.