Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 24. janúar 2021 kl. 12:42

Reiður kylfingur

Nokkrir af bestu kylfingum Evrópu eru í skemmtilegu hlutverki í myndbandi sem Evrópumótaröðin hefur gert. Þar fer Englendingurinn Tommy Fletwood fyrir hópmeðferð í „reiða kylfingnum“ eða #Angry Golfers.

Þátttakendur í „meðferðinni“ eru þeir Tyrrell Hatton, Eddie Pepperell, Ian Poulter, Henrik Stenson og Matt Wallace. Þeir eru allir þekktir fyrir að vera ekki skaplausir, sérstaklega Hatton og Poulter en þeir hafa báðir brotið kylfur í stórmótum.

Hatton gerði sér lítið fyrir nokkrum dögum eftir að þetta myndband var birt og sigraði á Abu Dhabi mótinu í upphafi árs 2021.