Perla Sól er tilbúin í titilvörn og ánægð með Urriðavöll
Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur titil að verja á Íslandsmótinu á Urriðavelli í ár en hún sigraði á Íslandsmótinu í Eyjum í fyrra. Mótið leggst vel í hana og hún á von á spennandi keppni. Perla sem var að verða 16 ára í fyrra þegar hún sigraði eftir harða keppni, m.a. Við Ólafíu Kristinsdóttur segir að hún sé búin að spila mikið golf á þessu ári og sé tilbúin í titilvörn.
„Ég er búin að leika á átta alþjóðlegum mótum á þessu ári og á mun færri mótum hér heima. Ég hef bætt mig í golfi og aðallega og það sem skiptir mig máli er að ég hef lengt mig, slæ lengra. Það skiptir máli þó svo púttin telji alltaf mikið. Það er líklega það sem ég þarf að bæta mig meira í, mér finnst það svona í samanburði við stelpur sem ég hef verið að keppa við í útlöndum,“ segir Perla Sól m.a. í viðtali við kylfing.is degi fyrir fyrsta keppnisdag á Urriðavelli.