Laugardagur 24. janúar 2015 kl. 09:26

Ótrúlegar níu holur hjá Ryan Palmer – níu undir á níu holum

Ryan Palmer, sem lék á 71 höggi á fyrsta hringnum, átti ótrúlegar 9 holur í gær þar sem hann lék á 27 höggum. Hann byrjaði á tveimur pörum og fékk síðan tvo erni og fimm fugla og lék á 27 höggum eða -9. Hann lék á -11 samtals og er í sjöunda sæti á -12 samtals. Palmer lék átta holur á -10 og er það met á PGA mótaröðinni. Þetta er næst lægsta skor á 9 holum á PGA mótaröðinni. Corey Pavin lék á 26 höggum árið 2006 eða -8. Palmer er fimmti kylfingurinn sem leikur níu holur á -9. Hann er þremur höggum á eftir Matt Kuchar þegar keppni er hálfnuð á Humana meistaramótinu. 

Staðan á mótinu: