Ólafía í hópi heimsfrægra kylfinga hjá KPMG - viðtal
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR er í glæsilegum hópi kylfinga sem eru með styrktarsamning við KPMG. Greint frá samningnum á kynningarfundi í höfuðstöðvum KPMG í vikunni.
Shawn Quill frá KPMG í Bandaríkjunum ræddi við Ólafíu og spurði hana spjörunum úr frá hennar golfferli og framtíðarmúsík. Ólafía Þórunn lék sem kunnugt er á sínu fysta LPGA móti á Bahamas í lok janúar og framtundan er stórt keppnisár hjá henni.
Ólafía verður einn af merkisberum KPMG á LPGA mótaröðinni ásamt m.a. Stacey Lewis sem er á meðal 20 efstu á heimslistanum. Merkisberar KPMG í golfíþróttinni eru heimsþekktir kylfingar á borð við Phil Mickelson, Lewis, Mariah Stackhouse, Paul Dunne og Klara Spilkova. Ólafía verður með KPMG merkið framan á derhúfu sinni þegar hún keppir á LPGA á árinu 2017. Samningurinn er til þriggja ára og mun Ólafía Þórunn fá fastar greiðslur frá KPMG. Að auki eru árangurstengdar greiðslur ef vel gengur, svo sem fyrir að sigur, lokastöðu á mótaröðinni og sæti í Solheim liðinu.
Páll Ketilsson ræddi við Ólafíu um samninginn og komandi keppnisár.