Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2019 kl. 22:51

Myndband: Hugsa að sex undir gefi mér góðan möguleika

Bjarki Pétursson GKB lék í dag þriðja hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 5 höggum yfir pari og er fyrir vikið kominn aftur tvo yfir pari í heildina.

Bjarki er jafn í 121. sæti af 156 keppendum en alls komast um 70 manns áfram að fjórum hringjum loknum.

Blaðamaður Kylfings fylgdi Bjarka fyrstu níu holur þriðja dagsins og tók upp flest högg sem Borgnesingurinn sló. Þar að auki náði undirritaður viðtali við Bjarka eftir hring þar sem hann fór yfir spilamennsku sína en Bjarki reiknar með að þurfa leika á sex höggum undir pari á morgun til þess að komast pottþétt áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.