Myndband: Bjarki sló í flaggið á fyrstu holu
Fyrsti keppnisdagur lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð karla fór fram í dag á Lumine golfsvæðinu á Spáni. Eins og fram hefur komið eru þeir Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson á meðal keppenda.
Bjarki Pétursson átti eitt af höggum dagsins strax á fyrstu holu þegar hann sló í flaggið af um 100 metra færi. Boltinn rúllaði töluvert frá holu en eftir fínt tvípútt fékk Bjarki par.
Bjarki lék fyrsta hring mótsins á 2 höggum yfir pari og er jafn í 123. sæti.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá um 70 kylfingar áfram. Til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þurfa strákarnir okkar að enda í einu af 25 efstu sætunum að sex hringjum loknum.