Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 17. nóvember 2019 kl. 07:51

Myndband: Andri lék annan hringinn á 73 höggum

Andri Þór Björnsson GR lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 2 höggum yfir pari og er því á 2 höggum yfir pari í heildina eftir tvo hringi.

Andri er í 120. sæti eftir tvo keppnisdaga og stefnir á að koma sér upp listann næstu tvo daga en um 70 efstu kylfingarnir komast áfram að fjórum hringjum loknum.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá nokkur högg frá Andra á öðrum keppnisdegi. Eini fugl dagsins kom á 9. holu (18. holu vallarins) þegar hann setti niður stutt pútt eftir frábært innáhögg. Púttið ásamt öðrum höggum má sjá í myndbandinu.

Andri spilar þriðja hringinn í dag og fer út klukkan 8:25 að íslenskum tíma. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.