McGinley himinlifandi með fyrirliðastöðuna
Írinn Paul McGinley var í gær útnefndur fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi á næsta ári. McGinley hefur verið varafyrirliði í síðustu keppnum og var einnig þrisvar í sigurliði Evrópu í keppninni.
„Þetta er vika sem hlakka mikið til. Ég er himinlifandi með fyrirliðastöðuna og þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég get ekki beðið eftir því að hefja störf sem fyrirliði,“ segir McGinley.
„Það verður frábært að leika gegn einum af hetjunum mínum, Tom Watson. Hann er ekki aðeins frábær persóna heldur einnig frábær erindreki golfíþróttarinnar. Ég hef aldrei fengið tækifæri til að leika gegn honum. Að keppa gegn honum sem fyrirliði í Ryder-bikarnum er frábær tilfinning.“
Nánar má heyra í McGinley í myndbandinu hér að ofan.
Paul McGinley fékk stuðning frá Rory McIlroy í starfið sem talið er hafa skipt sköpum.