McDowell í forystu fyrir lokahringinn á Players
Norður-Írinn Graeme McDowell er efstur í Players Championship mótinu fyrir lokahringinn eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á tólf höggum undir pari TPC Sawgrass vallarins í Flórída og hefur eins höggs forystu á K.J. Choi og David Toms.
Búast má við mikilli spennu á lokahringnum enda er toppbaráttan mjög jöfn og spennandi. Jason Dufner, Davis Love III, Aaron Baddeley, Luke Donald, Steve Stricker og Nick Watney eru allir jafnir á níu höggum undir pari í 4. sæti. Fresta þurfti keppna í gær vegna veðurs en lokahringurinn hefst núna síðdegis hjá efstu kylfingunum í mótinu.
Donald getur náð efsta sætinu á heimslistanum með sigri í mótinu. Þjóðverjinn Martin Kaymer er í 12. sæti á sjö höggum undir pari en Phil Mickelson er í 25. sæti á fimm höggum undir pari. Mickelson var hársbreidd frá því að fara holu í höggi á hinni frægu 17. holu vallarins og má sjá það glæsilega högg í myndbandinu hér að ofan.