Sunnudagur 24. júlí 2016 kl. 00:48

Mætir Bjarki með fyrsta Íslandsmeistaratitilinn til Borgarness?

Borgnesingar hafa ekki átt marga afreksmenn meðal þeirra bestu á golfvellinum en einn þeirra er án efa Bjarki Pétursson sem nú leiðir Íslandsmótið í golfi ásamt Guðmundi Á. Kristjánssyni. Bjarki hefur tekið sig á í andlega þættinum og mætir með sitt leikplan og markmið. Það er svo sannarlega að gera sig hjá Bjarka.

Bjarki setti nýtt vallarmet á þriðja keppnisdegi á Jaðarsvelli þegar hann lék á 6 höggum undir pari. Kylfingar hafa verið í kappi við að bæta vallarmet Stóra Bola undanfarna daga en nú er bara spurningin hvernig fjórði dagurinn fer. Bjarki segist mæta með sitt plan fyrir lokahringinn sem er skorlegt markmið. Kylfingur.is fylgdi Bjarka nokkrar brautir í þriðja hring og ræddi við hann eftir hringinn.