Kolbeinn kylfingur í S-Afríku
Kolbeinn Kristinsson, kylfingur og fyrrverandi athafnamaður á Íslandi hefur haldið annað heimili í Suður-Afríku síðustu átján ár. Hann fagnaði 70 ára afmæli sínu í nóvember 2022 með því að bjóða vinum og ættingjum í golf- og afmælisferð til Höfðaborgar í S-Afríku. Kylfingur.is slóst með í hópinn og Páll Ketilsson ræddi við Kolbein um golfið og veruna í S-Afríku.
Kolbeinn fór upphaflega í frí til Suður Afríku en heillaðist af golf umhverfinu þar. Hann býr við Pearl Valley golfsvæðið og er í göngufæri við glæsilegan golfvöll sem Jack Nicklaus hannaði en völlurinn var opnaður árið 2003. Okkar maður hefur líka leikið golf víðar í S-Afríku eins og kemur fram í heimsókn okkar til kappans.