Laugardagur 12. júní 2021 kl. 09:22

Jóhanna Lea í úrslitum - bein útsending hér

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Luice Duncan frá Skotlandi voru jafnar eftir 9 holur í úrslitaviðureigninni á Kilmarnock Barassie vellinum í Skotlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur kylfingur leikur til úrslita í þessu móti, breska áhugamannamótinu en það er eitt elsta og sterkasta áhugakvennamót sem leikið er á hverju ári.Hér má sjá beina útsendingu frá viðureigninni sem er 36 holur.