Hólmsvöllur í Leiru í sumarbúningi í febrúar - drónamyndir
Þótt komið sé fram í febrúar þá er ekki mjög vetrarlegt um að litast enda fádæma hlýindi um allt land. Hólmsvöllur í Leiru er með fallegri stöðum á Suðurnesjum og þar er vel grænn liturinn á grasinu eins og sjá má vel á þessum myndum sem teknar voru úr VF flygildinu fyrstu dagana í febrúar 2017.
Það er skemmtilegt að sjá hvernig skuggar og ljós sýna legu vallarins, hóla, hæðir og ýmis eldri ummerki í landinu, áður en þetta varð golfvöllur. Ekki skemmir magnað útsýni út á sjó.
Myndavélin byrjar að sýna þann part landsins sem byrjað var að leika golf á hjá Golfklúbbi Suðurnesja árið 1964, þar má enn sjá gamlar byggingar en gamli golfskálinn var þar fyrstu tuttugu árin. Síðan er flogið yfir Hólmsvöll sem þykir með glæsilegri golfvöllum landsins. Myndskeiðið endar á nýja golfskálanum sem tekinn var í notkun árið 1986 en þá var í júlí vígt nýtt glæsilegt klúbbhús og 18 holu golfvöllur en fram að þeim tíma var völlurinn 9 holur. Þetta sumar var haldið Landsmóti í golfi en það fékk nafnið „Landsmót með stæl“.