Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. júní 2020 kl. 12:00

Hola í höggi á Colonial vellinum - engin fagnaðarlæti

Sung Kang fór holu í höggi á 13. braut, glæsilegt högg stoppaði rétt við holu og skoppaði svo í. Sung áttaði sig ekki á því fyrr en hann kom um 50 metra frá holunni. Engin fagnaðarlæti. Allt mjög sérstakt á fyrsta keppnisdegi á PGA mótaröðinni á tímum Covid-19.