Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 6. júní 2022 kl. 14:12

Hákon Örn ætlar að reyna við atvinnumennsku í haust - viðtal og video úr Leiru

Hákon Örn Magnússon lék frábært golf á Leirumótinu sem fór fram á Hólmsvelli í Leiru hvítasunnuhelgina. Kylfingur.is fylgdi Hákoni eftir á lokadeginum á Hólmsvelli og ræddi við hann eftir sigurinn. Hákon ætlar að reyna við atvinnudrauminn í haust en leikur á GSÍ mótaröðinni í sumar. Þetta var hans þriðji sigur þar.