Miðvikudagur 28. janúar 2015 kl. 00:59

GolfTV: Þýska stálið bráðnaði í hrauninu á Hawaii

Bernhard Langer hefur verið þekktur fyrir stöðugleika í leik sínum frá því hann gerðist atvinnukylfingur. Þjóðverjinn hefur verið sigursæll og sérstaklega á mótaröð eldri kylfinga, Champions mótaröðinni, sem er fyrir kylfinga 50 ára og eldri.

Á þeirri mótaröð hefur hann sigrað á 23 mótum frá árinu 2007. Langer var ólíkur sjálfum sér á móti á Champions mótaröðinni á Hawaii á dögunum þar sem hann lék eina holuna á 10 höggum. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig Langer fór að þessu en hann náði samt sem áður að leika hringinn á pari eða 72 höggum.