GolfTV: Þetta er afrek – golf í fellibyl á skoskri eyju
Það eru gríðarlega margir golfvellir í Skotlandi enda er vagga íþróttarinnar í því landi. Á eyjunni Fair Isle, á Shetlandseyju við Skotland, er að finna nyrsta golfvöllinn í Skotlandi. Vitaverðir á eyjunni gerðu völlinn til þess að hafa eitthvað fyrir stafni og þar er von á öllum veðrum eins og sést í þessu myndbandi. Þar fóru tveir vinnufélagar út í „ofsaveður“ þar sem vindhraðinn nálgaðist vindstyrk fellibyls.
Golfvöllurinn, sem telur sex holur, er frekar frumstæður en þjónar sínum tilgangi og á hverju ári koma fjölmargir gestir til eyjarinnar til þess að leika golf. Grasið er aldrei slegið á þessum velli en sauðfé og veðrið sjá um að halda grassprettunni í skefjum.
Nánar má lesa um þessa eyju hér: